Hátt í átta milljónir komu úr vasa Ástþórs

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosn­inga­bar­átta Ástþórs Magnús­son­ar vegna for­seta­kosn­ing­anna í sum­ar kostaði tæp­ar níu millj­ón­ir króna.

Þar af eyddi hann um 8,5 millj­ón­um í aug­lýs­ing­ar og ann­an kynn­ing­ar­kostnað.

Ástþór lagði fram úr eig­in vasa um 7,8 millj­ón­ir króna til að standa straum af fram­boðinu.

Hann fékk eng­in fram­lög frá fyr­ir­tækj­um en fram­lög frá ein­stak­ling­um námu 370 þúsund krón­um, að því er kem­ur fram í upp­gjöri sem hann sendi Rík­is­end­ur­skoðun.

Jón Gnarr á kjördag.
Jón Gn­arr á kjör­dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Dýr­ari bar­átta hjá Jóni

Kosn­inga­bar­átta Jóns Gn­arr vegna for­seta­kosn­ing­anna í sum­ar var aðeins dýr­ari en hjá Ástþóri og kostaði um 10,5 millj­ón­ir króna. Mest­ur kostnaður fór í aðkeypta þjón­ustu, eða um fjór­ar millj­ón­ir króna.

Til að standa straum af fram­boðinu hlaut Jón um 8,5 millj­ón­ir króna í styrki frá ein­stak­ling­um og um 1,7 millj­ón­ir frá fyr­ir­tækj­um.

Vikt­or Trausta­son seg­ir í yf­ir­lýs­ingu til Rík­is­end­ur­skoðunar að hvorki heild­ar­tekj­ur né heild­ar­kostnaður vegna fram­boðs hans hafi verið hærri en 550 þúsund krón­ur. Fram­boðið sé því und­anþegið upp­gjörs­skyldu.

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son hef­ur sömu sögu að segja og Vikt­or í sinni yf­ir­lýs­ingu. 

Viktor Traustason.
Vikt­or Trausta­son. mbl.is/​Iðunn Andrés­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka