Jarðhitaleit heldur áfram að bera árangur

Þrjár jarðhitaboranir hafa skilað góðum árangri á stuttum tíma.
Þrjár jarðhitaboranir hafa skilað góðum árangri á stuttum tíma. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðhitaleit á Selfossi er að bera árangur en í lok ágúst var staðfest að holan við Sóltún væri með vatn í vinnanlegu magni.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Árborgar.

Vegna mik­ill­ar fólks­fjölg­un­ar í Árborg að und­an­förnu er hita­veit­an í bæn­um kom­in að þol­mörk­um og því hafa jarðhitaleitanir staðið yfir í einhvern tíma.

Holan við Sóltun ber vinnuheitið SE-46 (Selfoss 46) en hinar …
Holan við Sóltun ber vinnuheitið SE-46 (Selfoss 46) en hinar tvær sem einnig heppnuðust eru SE-45 og SE-40 en sú síðastnefnda kemst í nýtingu á næstu vikum. Tölvuteikning/Árborg

Þrjár jarðhitaboranir skilað árangri

Í tilkynningunni kemur fram að jarðhitaleit hafi gengið vel að undanförnu en á skömmum tíma hafa þrjár jarðhitaboranir skilað góðum árangri. 

Holan sem um ræðir núna ber heitið Selfoss 46 og er um 900 metra djúp. Búið er að afkasta- og hitamæla hana og benda fyrstu tölur til að hún skili um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni.

Holan var boruð með jarðbornum Freyju frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða en ISOR (Íslenskar orkurannsóknir) sáu um rannsóknir og ráðgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert