Kosningabarátta Höllu kostaði 26 milljónir

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við for­setafram­boð Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands, nam 26 millj­ón­um króna. Þetta kem­ur fram í upp­gjöri sem hún sendi til Rík­is­end­ur­skoðunar.

Í upp­gjör­inu seg­ir að fram­lög lögaðila til kosn­inga­bar­átt­unn­ar hafi numið um 12 millj­ón­um króna, fram­lög ein­stak­linga um 10 millj­ón­um og að hún hafi sjálf lagt af mörk­um um 3,5 millj­ón­ir króna. Aðrar tekj­ur hafi numið um 167 þúsund krón­um.

Frest­ur fram­bjóðenda til að skila upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoðunar vegna kostnaðar­ins við fram­boð rann út á mánu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka