Nemendur læra af eldra fólki

Ana Stazja frá Póllandi og Ali Mukthar sem er frá …
Ana Stazja frá Póllandi og Ali Mukthar sem er frá Sómalíu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er fjölbreyttur hópur; hælisleitendur, flóttafólk og svo innflytjendur. Sumir hafa þessir krakkar verið hér í nokkurn tíma og nokkur eiga annað foreldrið íslenskt. Öll eiga þau þó það sammerkt að hafa einlægan vilja til þess að vera á Íslandi og afla sér menntunar,“ segir Inga Huld Guðmannsdóttir, kennari við Tækniskólann.

Alls eru nú 115 nemendur í Tækniskólanum við íslenskubraut fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Í náminu er farið í tungumálið, en góð geta og færni í því er lykill að íslensku samfélagi enda er líka um það fjallað og frætt á brautinni.

„Já, við höfum verið að fikra okkur áfram með að smíða brýr fyrir nemendur út í samfélagið í náminu hér. Þannig höfum við skipt nemendum upp í hópa sem ýmist heimsækja og rabba við börn á leikskólum hér í grenndinni eða fara á Vitatorg, þjónustumiðstöð aldraðra við Skúlagötu, tala þar við gamla fólkið og læra af. Þetta hefur komið vel út; nemendur koma brosandi til baka úr þessum heimsóknum,“ segir Inga og bætir við að námið sé í stöðugri þróun. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert