Stuðningur Íslands nemur um þremur milljörðum

Volodimír Selenski, forseti Úkraínu, ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fór fram …
Volodimír Selenski, forseti Úkraínu, ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fór fram í Hörpu á Íslandi í fyrra. Þar var stríðið í Úkraínu helsta umfjöllunarefnið. AFP

Frá innrás Rússlands í Úkraínu hefur Ísland veitt Úkraínu varnartengdan stuðning samtals að fjárhæð 2.658.800.000 kr. Jafnframt er fyrirhugað að leggja fram 375.000.000 kr. í frekari verkefni á þessu ári.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um kaup á hergögnum.

Í svari ráðherra kemur fram, að fjárframlög til varnarmála árið 2022 hafi numið 3.654 milljónum kr. Samþykktar fjárheimildir til varnarmála árið 2023 hafi verið 4.461 milljónir kr., þar af var 750 milljónir kr. tímabundin fjárveiting til stuðnings varnartengdra verkefna í Úkraínu.

Milljarður í neyðarsjúkrahús

Jafnframt hafi í fjáraukalögum verið veitt heimild til kaupa á neyðarsjúkrahúsi að fjárhæð kr. 1.087 milljónir kr.. Voru heildarframlög ársins 2023 því 5.548 milljónir kr.

Samþykktar fjárheimildir til varnarmála fyrir árið ár nema 4.836 milljónum kr.

„Varnartengdur stuðningur við Úkraínu árin 2022–2024 er því um 21,6% af heildarfjárheimild til varnarmála,“ segir í svarinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert