Stuðningur Íslands nemur um þremur milljörðum

Volodimír Selenski, forseti Úkraínu, ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fór fram …
Volodimír Selenski, forseti Úkraínu, ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fór fram í Hörpu á Íslandi í fyrra. Þar var stríðið í Úkraínu helsta umfjöllunarefnið. AFP

Frá inn­rás Rúss­lands í Úkraínu hef­ur Ísland veitt Úkraínu varn­artengd­an stuðning sam­tals að fjár­hæð 2.658.800.000 kr. Jafn­framt er fyr­ir­hugað að leggja fram 375.000.000 kr. í frek­ari verk­efni á þessu ári.

Þetta kem­ur fram í svari ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn fyr­ir­spurn frá Andrési Inga Jóns­syni, þing­manni Pírata, um kaup á her­gögn­um.

Í svari ráðherra kem­ur fram, að fjár­fram­lög til varn­ar­mála árið 2022 hafi numið 3.654 millj­ón­um kr. Samþykkt­ar fjár­heim­ild­ir til varn­ar­mála árið 2023 hafi verið 4.461 millj­ón­ir kr., þar af var 750 millj­ón­ir kr. tíma­bund­in fjár­veit­ing til stuðnings varn­artengdra verk­efna í Úkraínu.

Millj­arður í neyðar­sjúkra­hús

Jafn­framt hafi í fjár­auka­lög­um verið veitt heim­ild til kaupa á neyðar­sjúkra­húsi að fjár­hæð kr. 1.087 millj­ón­ir kr.. Voru heild­ar­fram­lög árs­ins 2023 því 5.548 millj­ón­ir kr.

Samþykkt­ar fjár­heim­ild­ir til varn­ar­mála fyr­ir árið ár nema 4.836 millj­ón­um kr.

„Varn­artengd­ur stuðning­ur við Úkraínu árin 2022–2024 er því um 21,6% af heild­ar­fjár­heim­ild til varn­ar­mála,“ seg­ir í svar­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert