Var gert ljóst að láta af þessari hegðan

Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu í gær.
Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hafði í gær upp á manninum sem virtist vera að kenna börnum að berjast með hnífum og kylfum á svæði á leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi.

Myndband sem sýnir manninn, sem er af erlendu bergi brotinn, vera að kenna börnum hvernig eigi að bera að bera sig að með kylfur og hnífa, rataði inn á íbúasíðuna Kársnesið okkar á Facebook.

Ekki boðlegt

„Við höfðum upp á þessum manni í gær þar sem hann var tekinn til yfirheyrslu og rætt var við hann. Um leið og við sáum þetta myndband fórum við í að hafa uppi á honum,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Heimir segir að manninum hafi verið gert ljóst að láta af þessari hegðan og ef rétt er að hann hafi verið að veifa hnífum þá sé um vopnalagabrot að ræða. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

„Við vonumst til að hann láti af þessu því þetta er ekki boðlegt,“ segir Heimir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert