Árekstur á milli rútu og fólksbifreiðar

Guðjón segir að ekki hafi verið alvarleg meiðsl á fólki, …
Guðjón segir að ekki hafi verið alvarleg meiðsl á fólki, en að verið sé að skoða hvort að flytja þurfi tvo til þrjá á sjúkrahús. Ljósmynd/Aðsend

Árekstur varð á milli fólkbifreiðar og rútu við afleggjarann við Heiðmörk fyrir skömmu. 

Guðjón Ingvarsson, vaktstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is 

Guðjón segir að ekki hafi verið alvarleg meiðsl á fólki, en að verið sé að skoða hvort að flytja þurfi tvo til þrjá á sjúkrahús. 

„Þetta slapp þokkalega,“ segir hann.

Suðurlandsvegi lokað

Búið er að loka Suðurlandsvegi við Heiðmerkurveg/Rauðhóla vegna umferðarslyssins, að því er segir í vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að hjáleiðir séu um Nesjavallaveg á leið til Reykjavíkur og um hliðarveg til austurs.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert