Hefði átt að eyða meiri tíma með barninu mínu

Áreiti á börn er miklu meira en fyrir tuttugu árum síðan. Foreldrar bera mikla ábyrgð á því að börn leita í hormónaörvun í gegnum tölvuleiki í stað þess að lesa og leika.

Þetta segir Tryggvi Hjaltason, faðir og formaður hugverkaráðs. Hann hefur fjallað mikið um veika stöðu drengja innan skólakerfisins.

Velja þarf heilbrigðari hugsun

Tryggvi er gestur Spursmála að þessu sinni ásamt Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Geðhjálpar.

Sá síðarnefndi segir að það þurfi að leiða samfélagið í átt að heilbrigðari hugsun.

„Ég er búin að segja og segi það aftur. Við förum of hratt. Og við finnum það að okkur líður ekki vel. Það er mjög mörgum sem líður ekki vel. Mikill hraði, miklar kröfur,“ segir Grímur.

Hann vill að fólk spyrji hvað við viljum í raun og veru.

Þegar barnið manns er í miklum vanda, þá segir maður ekki þegar barn er í vanda, þá segir maður ekki, ég á fjögur börn og ég á barn sem hefur lent í miklum vanda, ég hef alveg lent í því. Ég á fjögur börn og ég á barn sem hefur lent í miklum vanda. Þá sit ég ekki og velti fyrir mér, mikið hefði ég átt að eyða tímanum í að vinna meira eða vera meira í golfi eða vera meira í ræktinni, eða vera meira einhversstaðar eða meira að skemmta mér meira eða bara vera pirraður út í barnið mitt. Maður hugsar ég sé svo mikið eftir tímanum sem ég gaf þessu barni ekki og það er svo vont að hugsa um þetta þegar maður er kominn á einhvern stað,“ segir Grímur.

Hægt er að sjá orðaskiptin um þetta mál í spilaranum hér að ofan.

Þá er einnig hægt að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert