Hitinn kominn í tæpar 20 gráður fyrir austan

Hitinn nálgast 20 gráðurnar á Seyðisfirði.
Hitinn nálgast 20 gráðurnar á Seyðisfirði. mbl.is

Það er hlýtt í veðri á Norðausturlandi og hitinn hefur komist í tæpar 20 gráður á nokkrum stöðum.

Á Seyðisfirði mældist hitinn um hádegisbilið 19,1 stig og í Bakkagerði við botn Borgarfjarðar eystra mældist hitinn 18,2 stig.

Breytinga er að vænta í veðrinu í næstu viku en þá verður nokkuð stíf og köld norðanátt ríkjandi með rigningu eða slyddu fyrir norðan og snjókomu til fjalla. 

Það dregur úr vindi og úrkomu á miðvikudag en þá aukast líkur á næturfrosti enda kalt loft ennþá yfir landinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert