Ný framkvæmdastjórn Pírata

Ný framkvæmdastjórn Pírata. Kosningar í framkvæmdastjórn og stefnu- og málanefnd …
Ný framkvæmdastjórn Pírata. Kosningar í framkvæmdastjórn og stefnu- og málanefnd Pírata fór fram fyrr í dag með rafrænum hætti. Ljósmynd/Aðsend

Píratar kusu fyrr í dag nýja framkvæmdastjórn og stefnu- og málanefnd flokksins. Alls buðu 19 manns sig fram.

Aðalfundur Pírata fór fram í Hörpu fyrr í dag þar sem kosið var rafrænt í stjórn og nefnd.

Eftirtalin hlutu kjör í framkvæmdastjórn Pírata: 

  • Halldór Auðar Svansson, formaður, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari. 
  • Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
  • Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur.
  • Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata.

Varamenn í framkvæmdastjórn eru: 

  • Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur.
  • Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks.
  • Haukur Viðar Alfreðsson var kjörinn gjaldkeri.
Hluti nýrrar stefnu- og málanefndar.
Hluti nýrrar stefnu- og málanefndar. Ljósmynd/Aðsend

Ný stefnu- og málanefnd er sem hér segir: 

  • Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, formaður, verkefna- og gæðastjóri menntuð í sagnfræði.
  • Arna Sigrún Haraldsdóttir, hönnuður og viðskiptafræðingur.
  • Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur.
  • Stefán Snær, starfar við hugbúnaðarþróun.
  • Indriði Ingi Stefánsson forritari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert