Rushdie hlakkar til Íslandsferðar 

Salman Rushdie.
Salman Rushdie. AFP

Það er heiður að fá þessi verðlaun. Ég veit að Laxness var stórkostlegur rithöfundur og hef verið að skoða nokkur verka hans og jafnframt fræðast um óvenjulegt líf hans. Ég hlakka til að koma til Íslands og hitta ykkur öll,“ segir rithöfundurinn Salman Rushdie sem væntanlegur er til landsins til að taka á móti alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum sem kennd eru við Halldór Laxness. 

Nýjasta bók Rushdies, Hnífur, er komin út í íslenskri þýðingu en þar skrifar hann um banatilræði sem honum var sýnt fyrir tveimur árum. Hann segir að hann hafi orðið að skrifa þá bók. „Eftir árásina varð mér hins vegar ljóst að eina leiðin til að geta komist yfir hana var að fara í gegnum hana – ég þurfti að skrifa um árásina áður en ég gat farið að hugsa um eitthvað annað. Svo hér er bókin! segir Rushdie. 

Aðspurður segist hann vonast til að Kamala Harris muni sigra Donald Trump í komandi forsetakosningum. „Trump væri hörmung. Ég vona að það hafi orðið vatnaskil og að þunginn sem er í kosningabaráttu Harris muni leiða hana til sigurs, segir Rushdie. 

Rætt er við Salman Rushdie í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einnig er rætt við Halldór Guðmundsson bókmenntafræðing um verk rithöfundarins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert