Samfélagið njóti ábatans

Hátt í 200 manns sóttu fundinn þar sem Róbert Guðfinnsson …
Hátt í 200 manns sóttu fundinn þar sem Róbert Guðfinnsson kynnti áform Kleifis fiskeldis um stórfellt fiskeldi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Áform Kleifa fisk­eld­is voru kynnt á fjöl­sótt­um fundi sem fyr­ir­tækið boðaði til á Ólafs­firði í gær. Þar fór Ró­bert Guðfinns­son, einn eig­enda Kleifa, yfir áform fyr­ir­tæk­is­ins sem stefn­ir að eldi á allt að 20 þúsund tonn­um af ófrjó­um laxi.

Eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu eru áformin þríþætt; seiðaeldi á Sigluf­irði, land­eldi í höfn­inni á Ólafs­firði og kvía­eldi í fjörðum á Trölla­skaga.

Ró­bert sagði að mjög hröð þróun hefði verið í lax­eldi á und­an­förn­um árum. Frá ár­inu 2000 hefði heims­fram­leiðslan auk­ist úr 890 þúsund tonn­um í um þrjár millj­ón­ir tonna. Á Íslandi skilaði lax­eldi nú um 50 þúsund tonn­um. Þró­un­in í grein­inni væri mjög hröð. Í Nor­egi væru nýtt­ir flest­ir firðir og fló­ar til lax­eld­is og nú litu menn þar á land upp, þ.e. til land­eld­is, og nýttu sjó sem streymt væri hreinsuðum í gegn­um kví­ar á landi. Í und­ir­bún­ingi væri 80 þúsund tonna land­eldi í Lofoten sem byggði á slíkri tækni. Það væri þessi tækni sem Kleif­ar fisk­eldi horfði til í fisk­eld­is­áform­um sín­um í höfn­inni á Ólafs­firði.

Ófrjór lax í eldi

„Umræðan um lax­eldi hef­ur ein­kennst af slysaslepp­ing­um á frjó­um laxi úr eldisk­ví­um sem skap­ar hættu á erfðameng­un sem og um­hverf­is­sóðaskap af eld­inu,“ sagði Ró­bert og benti á að slíku væri ekki til að dreifa þegar um ófrjó­an fisk væri að ræða.

„Gangi áætlan­ir vís­inda­manna eft­ir, lít­ur út fyr­ir að fram sé að koma tví­litna lax sem er ófrjór og get­ur þ.a.l. ekki tímg­ast með villt­um laxi. Menn geta spurt af hverju við séum að halda borg­ar­a­fund um mál­efni sem er svona skammt á veg komið. Þegar við hóf­um upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu á Sigluf­irði gerðum við það sama, sýnd­um fólki hver staðan væri og hvað við ætluðum að gera og loks sýnd­um við hvað við gerðum. Hið sama erum við að gera á þess­um fundi,“ sagði Ró­bert.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son
mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son
Róbert Guðfinnsson kynnti áform sín á fundinum á Ólafsfirði.
Ró­bert Guðfinns­son kynnti áform sín á fund­in­um á Ólafs­firði. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert