Stórbættur árangur barna

Leikurinn er nú fáanlegur á íslensku.
Leikurinn er nú fáanlegur á íslensku. mbl.is/Hari

Nemendur í 1. bekk bættu sig að meðaltali 143% meira í þekkingu á tengslum bókstafa og hljóða og 64% meira í lestri orða en skólasystkini þeirra með því að nýta sér nýjan lestrarkennsluleik.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem athuguð voru áhrif nýja leiksins Graphogame, sem byggist á rannsóknum í Finnlandi. Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, læsisfræðingur og starfandi kennsluráðgjafi hjá Kópavogsbæ, Ulla Richardson, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi, og Tryggvi Hjaltason, verkefnastjóri Graphogame-innleiðingar á Íslandi, greina frá þessu í grein í blaðinu í dag.

Graphogame er nú aðgengilegur á íslensku og býður upp á þjálfun í fyrstu skrefum læsis með áherslu á íslensku málhljóðin, samhljóðasambönd og stafsetningarreglur. Leiknum er ætlað að hjálpa börnum að bæta læsi með skemmtilegum hætti og er hann nú aðgengilegur frítt fyrir íslenska nemendur.

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um menntun og læsi barna í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Morgunblaðsins og mbl.is. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert