Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Það eru appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurland …
Það eru appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurland að Glettingi, miðhálendinu og á Ströndum og Norðurlandi vestra Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurland að Glettingi, miðhálendinu og á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Þessar viðvaranir taka gildi seinni partinn á morgun en fram að því verður gul viðvörun í gangi. Á Norðurlandi vestra er spáð 10-18 m/s vindi með talsverðri snjókomu á fjallvegum og má búast við samgöngutruflunum.

Á Norðurlandi eystra er spáð 10-15 m/s vindi og talsverðri snjókomu, einkum á Tröllaskaga. Á Austurlandi að Glettingi er spáð norðvestan 10-15 m/s og talsverðri snjókomu á fjallvegum.

Á miðhálendinu er spáð norðan og norðvestan 13-10 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni og er ekki mælt með ferðalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert