„Ég þarf að vera með hníf“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það skipt­ir eig­in­lega ekki máli hvaða bæj­ar­hátíð eða hvaða sveit­ar­fé­lag þú tal­ar við, það er gríðarleg hópa­mynd­un ung­linga og það er ekki bara jaðar­hóp­ur­inn.“

    Þetta seg­ir Kári Sig­urðsson, verk­efna­stjóri Flot­ans – Flakk­andi fé­lags­miðstöðvar. Kári var gest­ur Dag­mála í vik­unni ásamt Unn­ari Þór Bjarna­syni, lög­reglu­manni hjá sam­fé­lagslögg­unni, til að ræða þróun of­beld­is og vopna­b­urðar meðal ung­menna.

    Áður óséðar hópa­mynd­an­ir

    Kári seg­ir starfs­menn í for­varna­úr­ræðum á borð við Flot­ann hafa aukn­ar áhyggj­ur af börn­um utan bráðasta áhættu­hóps­ins sem séu far­in að sjá aukið of­beldi og þar af leiðandi venj­ast því.

    „Við erum ekki að tala um að all­ir ung­ling­ar séu í vand­ræðum en það er allt of mikið af ung­ling­um farn­ir að mæta í hitt­inga eða hópa­mynd­an­ir sem við sáum ekki áður, með hóp­un­um í viðkvæm­ustu stöðunni,“ seg­ir Kári. 

    „Mögu­lega mun ann­ar hóp­ur­inn, sem við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af núna, fara inn í þenn­an hóp eða fara að rétt­læta fyr­ir sjálf­um sér „Ég þarf að vera með hníf, ég þarf að verja mig“.“

    Landsmenn eru uggandi yfir auknum vopnaburði og ofbeldishegðun ungmenna.
    Lands­menn eru ugg­andi yfir aukn­um vopna­b­urði og of­beld­is­hegðun ung­menna. Sam­sett mynd

    Má ekki ein­blína á jaðar­hóp­inn

    Það sé hans reynsla að ung­menni séu í lang­flest­um til­fell­um með vopn á sér í þeim til­gangi að verja sig. Mik­il­vægt sé að líta í mörg horn og ein­blína ekki ein­ung­is á einn hóp og gleyma hinum.

    „Við þurf­um að horfa á jaðar­hóp­inn, á hóp­inn sem er í kring­um hann og við þurf­um líka að horfa á hina ein­stak­ling­ana af því þeir sjá ótrú­lega mikið og láta þau vita: Þér ber skylda til að láta vita ef þú sérð of­beldi.“

    Unn­ar tek­ur und­ir það og seg­ir for­varn­araðgerðir þurfa að ná til ung­menna sem ekki séu þegar kom­in á „rautt svæði“, held­ur þurfi að grípa inn í fyrr. Hans helsta ósk fyr­ir starf sam­fé­lagslögg­unn­ar sé að þau geti heim­sótt hvern og einn bekk á ári hverju til að ræða við börn og ung­menni.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert