Geir Áslaugarson
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Austurlandi að Glettingi, Ströndum og á miðhálendinu.
Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir að eitthvað dragi úr óveðrinu á miðvikudaginn en að það muni vara með einhverjum hætti allt fram að næstu helgi:
„Haustið er bara komið.“
„Það er óvenjukalt loft að koma til okkar og óvenjumikil úrkoma úr leið,“ segir Kristín og vænta megi slyddu og snjókomu í nótt og fram á morgun.
Á morgun mun bæta í úrkomu og loftið kólna enn frekar á svæðunum sem um ræðir segir Kristín.
Varað er við ferðalögum á miðhálendi sökum snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni.
Kristín segir að eitthvað komi til með lægja á miðvikudaginn en einkum á Norðurlandi eystra heldur óveðrið áfram fram til næstu helgar.
Annars staðar á landinu verður þurrt og bjart, en nokkuð kalt segir hún.