Segja móður hafa neitað að yfirgefa kennslustofu

Kennarar treystu sér ekki til þess að sinna kennslustörfum vegna …
Kennarar treystu sér ekki til þess að sinna kennslustörfum vegna framgöngu konunnar. mbl.is/​Hari

Bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ hefur borist undirritað bréf liðlega 60 foreldra barna í Helgafellsskóla. Í bréfinu er beðið um að gripið verði til aðgerða vegna móður eins nemanda í skólanum sem neitaði að yfirgefa skólastofu á mánudaginn.

Ólöf Kristín Sívertsens, sviðsstjóri fræðslu- og frístundarsviðs Mosfellsbæjar, staðfesti í samtali við mbl.is að bréfið hefði borist bæjaryfirvöldum og að það væri til skoðunar.

Hún sagði þó bæjaryfirvöld ekki geta tjáð sig um einstök mál.

Rúv sem greindi frá málinu. 

Kennarar treystu sér ekki að sinna kennslu

Í umfjöllun Rúv kom fram að kona hefði neitað að yfirgefa kennslustofu á mánudag. 

Treystu kennarar sér ekki til þess að sinna kennslustörfum vegna framgöngu konunnar. 

Foreldri barns í skólanum sagði að búið væri að hafa samband við lögreglu í tengslum við málið og að skólastarf skólans væri í gíslingu sökum konunnar. 

Samkvæmt bréfinu sem foreldrar sendu yfirvöldum og Rúv greinir frá eru börn sögð missa af fyrstu dögum grunnskóla þar sem þau þurfa að læra á skólakerfið og nýtt umhverfi.

Foreldrar eru sagðir missa úr vinnu vegna framgangs konunnar og er þess krafist að kennarar fái að sinna starfi sínu óáreittir og öruggir og að börnum séu tryggð lögbundin mannréttindi að mæta í skóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert