Vonast til að geta opnað laugina fyrir næstu helgi

Sundhöllin á Selfossi.
Sundhöllin á Selfossi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallarinnar á Selfossi, bindur vonir við að hægt verði að opna sundlaugarsvæðið í sundhöllinni fyrir næstu helgi en vegna alvarlegrar bilunar í klórframleiðslukerfi laugarinnar þurfti að loka henni.

„Við erum að vonast til þess að sé komin lausn á þetta. Það eru íhlutir í klórframleiðslukerfinu sem eru líklega bilaðir og við þurfum að panta varahluti sem við vonumst til að fá fyrri partinn í vikunni. Þetta er búið að vera að stríða okkur í einhvern tíma og það var ekkert annað í stöðunni en að loka lauginni þar sem ekki var hægt að tryggja gæði sundlaugarvatnsins,“ segir Magnús Gylfi við mbl.is.

Gísli segist vonast til þess að hægt verði að opna laugina á nýjan leik fyrir næstu helgi en áfram verður opið í World Class, og hægt að verður að nota klefana.

Opnunartími í sundlauginni á Stokkseyri verður lengdur á meðan viðgerð stendur yfir í lauginni á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert