Gera ráð fyrir hallinn verði 41 milljarður

Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs, sem kynnt var í dag, er gert ráð fyr­ir að á ár­inu 2025 batni af­kom­an tals­vert milli ára frá upp­færðri áætl­un fyr­ir yf­ir­stand­andi ár, eða um 0,4% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og að tæp­lega 41 millj­arðs. kr halli verði á heild­araf­komu rík­is­sjóðs, eða sem sam­svar­ar 0,8% af VLF, sam­an­borið við ríf­lega 57 millj­arða kr. halla á yf­ir­stand­andi ári.

„Það er mik­ill viðsnún­ing­ur frá tím­um heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar þegar halli rík­is­sjóðs náði há­marki við rúm­lega 8% af VLF. Þá er áætlað að frum­jöfnuður rík­is­sjóðs á næsta ári, þ.e. af­koma án vaxta­gjalda og tekna, verði já­kvæður um rúm­lega 36 ma.kr., eða 0,7% af vergri lands­fram­leiðslu, sem er rúm­lega 4 ma.kr. bati milli ára,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu. 

Þá seg­ir, að áætlað sé að skuld­ir rík­is­sjóðs, á mæli­kv­arða skuld­a­reglu laga um op­in­ber fjár­mál, verði í lok næsta árs rúm­lega 31% af vergri lands­fram­leiðslu og lækk­ar hlut­fallið um 0,7% af VLF milli ára.

For­gangangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa

Þá seg­ir, að í fjár­laga­frum­varp­inu sé áhersla lögð á hóf­leg­an raun­vöxt út­gjalda og for­gangsraðað sé og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Til viðbót­ar al­mennri aðhalds­kröfu og öðrum út­gjalda­lækk­un­um sem til­greind­ar séu í fjár­mála­áætl­un sé nú búið að út­færa niður á ein­staka gjaldaliði 9 millj­arða af­komu­bæt­andi ráðstaf­an­ir sem gert hafi verið ráð fyr­ir í áætl­un­inni.

„Sam­an­lagt skila þess­ar breyt­ing­ar um 29 ma.kr. lækk­un út­gjalda á næsta ári sam­an­borið við fyrri áætlan­ir. Verður þetta að hluta nýtt til for­gangs­röðunar nýrra og brýnna verk­efna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Vel­ferðar­kerfi verða styrkt:

  • Nýtt ör­orku­kerfi sem tek­ur gildi í sept­em­ber á næsta ári mun bæta kjör ör­orku­líf­eyr­isþega veru­lega.
  • Kjör elli­líf­eyr­isþega batna en al­mennt frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is hækk­ar um 46% í árs­byrj­un 2025. Það þýðir 138 þús.kr. kjara­bót á ári.
  • Auk­inn þungi verður sett­ur á inn­gild­ingu flótta­fólks og inn­flytj­enda í ís­lenskt sam­fé­lag og fjár­fram­lög til stytt­ing­ar málsmeðferðar­tíma við af­greiðslu um­sókna um alþjóðlega vernd verða auk­in.

Sam­göng­ur bætt­ar:

  • Ný­fram­kvæmd­ir og viðhald á vega­kerf­inu verða áfram í for­grunni
  • Fram­lög til upp­bygg­ing­ar sam­göngu­innviða og al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu verða auk­in um 6,4 ma.kr.

Heil­brigðismál áfram í for­gangi:

  • Alls aukast fram­lög til mála­flokks­ins milli ára um 10,4 ma.kr. á föstu verðlagi eða sem nem­ur um 3%.
  • Fjár­veit­ing­ar til heil­brigðis­stofn­ana og sjúkra­trygg­inga verða aukn­ar vegna fjölg­un­ar og öldrun­ar þjóðar­inn­ar
  • Aukið fjár­magn verður sett í rekst­ur nýrra hjúkr­un­ar­rýma.
  • Fram­lög vegna lyfja og hjálp­ar­tækja aukast um 1,3 ma.kr.
  • Áfram­hald­andi kraft­ur verður í bygg­ingu nýs Lands­spít­ala en á ár­inu 2025 verður 18,4 ma.kr. varið til verk­efn­is­ins.

Fjár­fest­ing­ar og fjár­magnstil­færsl­ur:

  • Haf­ist verður handa við bygg­ingu nýs fang­els­is í stað Litla-Hrauns.
  • Fyrstu skref­in tek­in í átt að bygg­ingu Þjóðar­hall­ar.

Rann­sókn­ir og þróun

  • Áfram­hald­andi stuðning­ur við fyr­ir­tæki vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostnaðar.
Grafík/​Fjár­málaráðuneytið

Verðbólg­an hef­ur mest áhrif á skuld­sett heim­ili

Þá seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins, að brýnt sé að horf­ast í augu við að helsta meðalið við verðbólgu, þ.e. háir stýri­vext­ir Seðlabank­ans, hafi mest áhrif á skuld­setta heim­ili.

„Vaxta­byrði ungs fólks hef­ur auk­ist hraðar en annarra ald­urs­hópa. Aðgerðir stjórn­valda til að styðja við mark­mið lang­tíma­kjara­samn­inga eru í for­gangi og styðja sér­stak­lega við barna­fólk, leigj­end­ur og skuld­setta íbúðaeig­end­ur á tíma­bili samn­ings­ins. Má nefna að sér­stak­ur vaxt­astuðning­ur til heim­ila með íbúðalán var greidd­ur út á liðnu ári, grunn­fjár­hæðir hús­næðis­bóta og eigna­skerðing­ar­mörk í hús­næðis­bóta­kerf­inu voru hækkuð um­tals­vert og stuðning­ur við barna¬fjöl­skyld­ur stór­efld­ur. Um­fang aðgerðanna nem­ur um 14 ma.kr. á ár­inu 2025. Í tengsl­um við gerð lang­tíma­kjara­samn­inga ákvað rík­is­stjórn­in að styðja við bygg­ingu
1.000 íbúða á ári á samn­ings­tím­an­um með stofn­fram­lög­um til al­mennra íbúða og hlut­deild­ar­lán­um og er fjár­mögn­un þeirra tryggð,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert