Halla og Guðrún í broddi fylkingar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sjást hér ganga út úr þinghúsinu á leið til guðþjónustu í Dómkirkjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi verður sett í dag, en þing­setn­ing­ar­at­höfn­in hófst kl. 13:30 með guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni. Gengu for­seti Íslands, bisk­up Íslands, for­seti Alþing­is, ráðherr­ar og alþing­is­menn fylktu liði til kirkj­unn­ar úr Alþing­is­hús­inu.

Bisk­up Íslands, Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, pré­dikaði og þjónaði fyr­ir alt­ari ásamt séra El­ín­borgu Sturlu­dótt­ur dóm­kirkjupresti.

Guðmund­ur Sig­urðsson dómorg­an­isti stjórnaði Kammerkór Dóm­kirkj­unn­ar og lék á org­el. Sig­urður Flosa­son saxó­fón­leik­ari lék með í for­spili og eft­ir­spili.

Að guðsþjón­ustu lok­inni er gengið aft­ur til þing­húss­ins og for­seti Íslands, Halla Tóm­as­dótt­ir, set­ur Alþingi, 155. lög­gjaf­arþing. Schola Can­tor­um syng­ur við þing­setn­ing­una.

Hlé verður gert á þing­setn­ing­ar­fundi til kl. 16:00. Þá verður hlutað um sæti þing­manna og fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2025 út­býtt.

Stefnuræða for­sæt­is­ráðherra og umræður um hana verða annað kvöld kl. 19:40.

Fjár­málaráðherra mæl­ir svo fyr­ir frum­varpi til fjár­laga fyr­ir árið 2024 á fimmtu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert