Icelandair flytur í Hafnarfjörð í árslok

Nýja skrifstofubyggingin er í nálægð við Reykjanesbraut.
Nýja skrifstofubyggingin er í nálægð við Reykjanesbraut. mbl.is/sisi

Framkvæmdir við nýja skrifstofubyggingu Icelandair við Flugvelli í Hafnarfirði hafa gengið samkvæmt áætlun. Stefnt er að því að flytja skrifstofur flugfélagsins úr Vatnsmýrinni í Reykjavík í nýja húsið í lok þessa árs.

Það verða vissulega tímamót í flugsögunni þegar Icelandair hættir starfsemi á Reykjavíkurflugvelli, eftir að félagið og forverar þess hafa verið þar með aðsetur svo áratugum skiptir.

Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair við Flugvelli var tekin fyrir um tveimur árum eða 13. september 2022. Um er að ræða 5.000 fermetra viðbyggingu við þjálfunarsetur og skrifstofuhúsnæði Icelandair, sem tekið var í notkun fyrir um áratug.

Skrifstofustarfsfólk telur í heildina um 550 manns og þegar mest lætur geta um 100 verið í þjálfun á sama tíma. Áður voru um 115 manns með fasta viðveru í Hafnarfirði.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka