Íslendingur fannst látinn í Taílandi

Íslendingur á þrítugsaldri fannst látinn í Tælandi.
Íslendingur á þrítugsaldri fannst látinn í Tælandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskur maður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu, Sofiu Sarmite Kolesnikovu, að bana á Selfossi í fyrra fannst látinn í Taílandi. 

Þetta herma heimildir mbl.is.

Málið var á borði héraðssaksóknara eftir rannsókn lögreglunnar á Selfossi. Ekki hafði verið gefin út ákæra í málinu.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að ná á héraðssaksóknara í morgun náðist ekki á Karl Inga Vilbergsson, saksóknara í málinu. 

Ekki í farbanni 

Samkvæmt framburði mannsins við lögreglu sagðist hann hafa komið að Sofiu látinni að nóttu til þann 27. apríl í fyrra. 

Andlátstilkynningin barst lögreglu þó ekki fyrr en tæpum hálfum sólarhring eftir andlát hennar. Fíkniefni fundust í blóði hennar en einnig voru merki um kyrkingartök.

Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð og var úrskurðaður í farbann. Hann var hins vegar ekki í farbanni þegar hann fannst látinn í Taílandi. 

Uppfært kl. 12.39: 

Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að nýlegt andlát Íslendings á Taílandi sé á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert