Lægir ekki fyrir austan fyrr en síðar í vikunni

Vindaspáin klukkan níu í dag að morgni.
Vindaspáin klukkan níu í dag að morgni. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi. Norðan til á landinu er slydda eða snjókoma, og hálka á fjallvegum þar sem færð versnar í fyrstu en fer síðan batnandi. Á Suðausturlandi gengur í norðvestan hvassviðri eða -stormi.

Allhvass vindur blæs með rigningu eða slyddu á Ströndum, Norður- og Austurlandi, með snjókomu til fjalla. Yfirleitt bjart sunnan heiða og birtir smám saman til á Vesturlandi.

Norðanáttin gengur niður með kvöldinu vestanlands og lægir ekki alveg fyrir austan fyrr en síðar í vikunni. 

Á morgun verður fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Áfram eimir af norðvestanátt norðaustan til og dálitlar skúrir eða él á þeim slóðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert