Mynd: Sigmundur umkringdur Pírötum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Óttar

Þing var sett að nýju í dag sem þýðir að alþingismenn landsins eru teknir aftur til starfa eftir sumarleyfi.

Við þingsetningu er dregið um nýja sætaskipan og virðist sem fáir hafi verið ánægðari með sitt hlutskipti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Á mynd sem Sigmundur hefur birt má sjá að formaðurinn mun í vetur sitja þétt við hlið þeirra Björns Levís Gunnarssonar, Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, en öll eru þau þingmenn Pírata.

Lengi áhugamaður um pírata

Spurður í samtali við mbl.is hvernig þingveturinn leggist í hann með nýjum sessunautum segir Sigmundur að hann hafi lengi verið áhugamaður um pírata og að nú gefist honum tækifæri á að rannsaka eðli þeirra og þróun í nálægð. 

„Ég verð sáttur ef ég næ að hafa áhrif á einn eða tvo en þetta verður örugglega togstreita því þeir ætla það sama með mig,“ segir Sigmundur léttur í bragði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert