Ökuskírteini ekki framleidd fyrr en á næsta ári

Ekkert plast er tiltækt tímabundið til útgáfu ökuskírteina. Á myndinni …
Ekkert plast er tiltækt tímabundið til útgáfu ökuskírteina. Á myndinni má sjá norskt ökuskírteini af gömlu gerðinni. Hans-Petter Fjeld gaf Wikipedia notkunarrétt á. Samsett mynd

Sök­um þess að plast sem alla jafna er notað til út­gáfu öku­skír­teina er ekki til­tækt verður ekki hægt að fá öku­skír­teini nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um fram í janú­ar á næsta ári. 

Helg­ast það af því að til stend­ur að flytja fram­leiðslu öku­skír­tein­anna til Íslands og er samn­ing­ur við ung­verska verk­taka, sem fram­leitt hafa öku­skír­tein­in, nú út­runn­inn. 

Gert er ráð fyr­ir því að af­greiðsla skír­tein­anna verði hjá Þjóðskrá, en embætti rík­is­lög­reglu­stjóra sér um út­gáfu þeirra. Að sögn Sig­ríðar Krist­ins­dótt­ur, sýslu­manns á höfuðborg­ar­svæðinu, er útboðsferli í gangi á EES-svæðinu varðandi kaup á plasti. 

Þurfa að kaupa plast

„Fram­leiðand­inn okk­ar er að hætta og er því ekki með mikið af plasti. Þá þurf­um við að kaupa plast sem er eins og blöð í prent­ara til að fram­leiða öku­skír­tein­in,“ seg­ir Sig­ríður. 

Hún árétt­ar að í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, t.a.m. þegar fólk þarf að fara er­lend­is og leigja bíl, þá sé hægt að út­vega plast­skír­teini. 

„Þú þarft ekki plast­skír­teini til að keyra á Íslandi. Þér næg­ir sta­f­ræna öku­skír­teinið hér,“ seg­ir Sig­ríður.

Biðtími stytt­ist 

„Við erum að færa fram­leiðslu á öku­skír­tein­um til Íslands. Hún hef­ur verið í Ung­verjalandi í meira en ára­tug og þetta mun hafa þær já­kvæðu af­leiðing­ar að af­greiðslu­tími öku­skír­teina mun stytt­ast. Nú er af­greiðslu­tím­inn þrjár vik­ur en gæti orðið um vika hér eft­ir,“ seg­ir Sig­ríður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert