Ríkisstjórnin missti af síðasta tækifærinu

Kristrún segir að ríkisstjórnin bendi á aðra í stað þess …
Kristrún segir að ríkisstjórnin bendi á aðra í stað þess að taka ábyrgð í efnahagsmálum. mbl.is/Arnþór

„Þetta var síðasta tæki­færi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að tak­ast á við verðbólg­una. Þetta eru síðustu fjár­lög­in sem þau leggja fram og þau virðast ekki ætla að nýta þetta tæki­færi.“

Þetta seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um nýtt fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt var í dag. 

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að á ár­inu 2025 verði halli rík­is­sjóðs 41 millj­arður króna sam­an­borið við 57 millj­arða króna halla á yf­ir­stand­andi ári.  

Bendi á alla aðra

Kristrún seg­ir rík­is­stjórn­ina hafa brugðist í efna­hags­mál­um. Ráðherr­ar neiti að taka ábyrgð og bendi frek­ar á alla aðra í kring­um sig. 

„Yf­ir­skrift kynn­ing­ar­inn­ar hjá fjár­málaráðherra var að „þetta sé allt að koma“ og þá vakna auðvitað spurn­ing­ar um hvað þau eru búin að vera að gera. Það er verri af­koma og meiri halli en gert er ráð fyr­ir bæði á þessu ári og á því næsta,“ seg­ir Kristrún og held­ur áfram: 

„Svar rík­is­stjórn­ar­inn­ar við verðbólg­unni og vaxta­ástand­inu er að reka rík­is­sjóð með ennþá meiri halla og þau virðast ekki treysta sér að taka ábyrgð á ástand­inu og benda á alla aðra í stað þess að grípa til aðgerða.“

Ekk­ert bendi til lækk­un verðbólgu

Sig­urður Ingi Jó­hann­es­son sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að fjár­lög­in myndu stuðla að lækk­un verðbólgu með aðhaldi upp á 29 millj­arða.

Kristrún seg­ir að ekk­ert í frum­varp­inu bendi til þess að verðbólg­unni verði náð niður með þess­um hætti. Mál­flutn­ing­ur Sig­urðar beri það með sér. 

„Það er bara talað um að þetta sé allt að koma hægt og ró­lega og þetta er bara að malla á sjálf­stýr­ingu eins og síðustu ár. Það hef­ur skilað litl­um ár­angri og ég vænti þess að þetta ekki nægi­leg­um ár­angri fyr­ir fólkið í land­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert