Sagði sorg grúfa yfir landinu

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í Dómkirkjunni í dag við …
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í Dómkirkjunni í dag við þingsetningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni sagði bisk­up Íslands, sr. Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, sorg grúfa yfir land­inu við setn­ingu Alþing­is vegna erfiðra at­b­urða á und­an­förn­um vik­um og að fjöldi fólks hefði leitað til kirkj­unn­ar vegna þeirra.

Hún sagði verk­efni okk­ar allra vera að vinna að vel­ferð fólks­ins í land­inu, ekki síst barna og ungs fólks. Skapa þyrfti börn­um inni­halds­ríkt líf sem færi ekki ein­göngu fram fyr­ir fram­an skjái og á sam­fé­lags­miðlum. Sam­fé­lag þar sem hver ein­asta mann­eskja væri met­in að verðleik­um.

„Get­um gengið í takt“

Hún kvaðst áður hafa tjáð sig um að hún væri sátt við að aðskilnaður ríkti milli rík­is og kirkju.

„Kirkj­an verður að vera sjálf­stæð í sinni boðun en það þýðir ekki að ríki og kirkja eigi að vera ótengd að öllu leyti,“ sagði bisk­up og bætti við að ríkið setti lög­in en að kirkj­an boðaði kær­leik­ann og gætti að sál­gæslu.

„Við get­um gengið í takt þrátt fyr­ir ólík­ar skoðanir því hjarta okk­ar allra slær fyr­ir vel­ferð fólks­ins í land­inu.“

Ekki gott að lenda í berg­máls­helli

Guðrún Karls talaði um að það væri ekki fyr­ir meðvirka að sitja á Alþingi. Ákveðins þroska krefðist að geta um­geng­ist og jafn­vel þótt vænt um fólk þótt það væri ósam­mála okk­ur í mörg­um mál­um.

Hún sagði mann­eskj­una vera svo miklu meira en skoðanir henn­ar, hvað þá það sem birt­ist á sam­fé­lags­miðlum og nefndi að ekki væri gott að raða í kring­um sig fólki sem væri sama sinn­is og maður sjálf­ur í öll­um til­fell­um. Þá lenti fólk í berg­máls­helli.

Pen­ing­ar eru ekki lífið sjálft

Bisk­up minnt­ist á sög­una af dans­in­um í kring­um gull­kálf­inn, sem snýst um að fólk dýrkaði eitt­hvað sem væri inn­an­tómt. Hún sagði dans­inn vera tákn um græðgi og þrá okk­ar eft­ir ver­ald­leg­um gæðum og dæmi um að við miss­um sjón­ar á því sem skipt­ir raun­veru­lega máli í líf­inu. Hún sagði pen­inga vissu­lega færa okk­ur þak yfir höfuðið og mat á borðið.

„Þeir eru verk­færi sem við not­um í líf­inu en þeir eru ekki lífið sjálft,“ sagði hún og bætti við að pen­ing­ar væru góður þjónn en vond­ur hús­bóndi og enn verri guð.

Nefndi hún að Alþingi hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna í þessu hlut­verki því hvert sam­fé­lag þyrfti á regl­um að halda til að beina okk­ur frá gull­kálf­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert