Saumaði þjóðbúninga á alla fjölskylduna

Ragnhildur Birna, fjórða frá vinstri, ásamt eiginmanni, börnum, tengdabörnum og …
Ragnhildur Birna, fjórða frá vinstri, ásamt eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum.

„Það myndi mikið vanta upp á þjóðhátíðarstemninguna á Hvolsvelli ef við létum ekki sjá okkur uppáklædd á 17. júní,“ segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir frá Hvolsvelli, en hún mætti uppáklædd ásamt fjölskyldu sinni á Fjallkonuhátíðina í Skagafirði um helgina.

Þar voru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúningi en Ragnhildur er félagi í Þjóðbúningafélagi Íslands, sem stóð að hátíðinni ásamt félaginu Pilsaþyt í Skagafirði og versluninni Annríki – þjóðbúningar og skart.

Ragnhildur hefur saumað búninga á alla í fjölskyldunni; eiginmanninn Böðvar Bjarnason, börnin, tengdabörn og barnabörn. Þau tóku sig til og óku norður á hátíðina, alls 760 km fram og til baka.

Alls eru þetta 15 manns en yngsta barnabarnið, Sólrún Sif, eins árs, var sofandi úti í bíl á meðan meðfylgjandi hópmynd var tekin og móðir hennar gætti hennar. Sólrún Sif er líka komin með sinn búning, eins og sjá má hér til hliðar, en talið er að hún hafi verið yngst gesta á Fjallkonuhátíðinni.

Ragnhildur erfði búning frá ömmu sinni og þegar dóttir hennar útskrifaðist úr framhaldsskóla árið 2016 fór hún í verslunina Annríki í Hafnarfirði til að laga búninginn til. „Ég fékk mjög góða aðstoð hjá þeim í Annríki og þarna kviknaði áhugi minn á að sauma sjálf,“ segir Ragnhildur, sem byrjaði á að sauma skautbúning á dóttur sína og síðan kom þetta koll af kolli þar til hún hafði saumað á alla í fjölskyldunni. Við bættust peysuföt, upphlutir og búningar á herrana í ættinni, og hún klæðist faldbúningi.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Yngsti meðlimur fjölskyldunnar, Sólrún Sif, 1 árs, er líka í …
Yngsti meðlimur fjölskyldunnar, Sólrún Sif, 1 árs, er líka í búningi sem amma Ragnhildur saumaði. Ljósmynd/Bríet Guðmundsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert