Sigurður: Komumst í mark á næstu mánuðum

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir að að fjár­lög stuðli að lækk­un verðbólgu með aðhaldi upp á 29 millj­arða, sam­an­borið við fyrri áætlan­ir. 

Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is í kjöl­far kynn­ing­ar á fjár­lög­um fyr­ir árið 2025.

Sig­urður nefn­ir að árið 2025 verði fimmta árið í röð sem rík­is­sjóður sé að minnka um­svif sín í hlut­falli af stærð hag­kerf­is­ins. Gert ráð fyr­ir því að út­gjalda­vöxt­ur verði 4,1% og að halli á rík­is­sjóði muni nema 41 millj­arði króna.

Aðhald upp á 29 millj­arða sam­an­borið við fyrri áætlan­ir

Hvernig hjálpa fjár­lög­in í bar­átt­unni við verðbólg­una?

„Fyrst og fremst með því að sýna fram á að við get­um farið í þau verk­efni sem við erum að leggja hérna til með aðhaldi upp á 29 millj­arða, út­gjalda­stigi sem er miklu lægra held­ur en hef­ur verið und­an­far­in mörg ár og öðrum þeim stuðningsaðgerðum sem við erum að styðja við viðkvæma hópa til að kom­ast í gegn­um tíma­bilið,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir því við að verðbólg­an sé að að fara niður álíka hratt og hún fór upp.

Til viðbót­ar al­mennri aðhalds­kröfu og öðrum út­gjalda­lækk­un­um sem til­greind­ar eru í fjár­mála­áætl­un er nú búið að út­færa niður á ein­staka gjaldaliði níu millj­arða af af­komu­bæt­andi ráðstöf­un­um sem gert hafði verið ráð fyr­ir í áætl­un­inni.

„Ef við höld­um þeim takti þá erum við kom­in í mark á næstu mánuðum,“ seg­ir hann.

„Útgjöld­in hafa vaxið um­tals­vert“

Nú hafa rík­is­út­gjöld tæp­lega tvö­fald­ast frá 2017. Er það ekki meg­in­or­sök verðbólg­unn­ar, sem hef­ur verið þrálát­ari hér en í öðrum Norður­lönd­um?

„Rík­is­um­svif­in hafa minnkað sem hlut­fall af hag­stærð. Útgjöld­in hafa vaxið um­tals­vert. Lang­stærsti hlut­inn er vegna þess að laun hafa hækkað um­tals­vert mikið, það er lang­stærsti hlut­inn. Hinn hlut­inn er vegna þess að okk­ur hef­ur fjölgað um­tals­vert á hverju ári síðastliðið annað ár,“ seg­ir hann.

Sig­urður seg­ir að allt sé á réttri leið og að þjóðin sé að fara sjá til lands í bar­átt­unni við verðbólg­una. Stærsta áskor­un­in sé þó fast­eigna­markaður­inn.

Vinn­an í gangi

Sig­urður sagði í sam­tali við mbl.is í maí að það væru tæki­færi til hagræðing­ar með því að auka á eft­ir­lit með styrkj­um til ný­sköp­un­ar og skoða nán­ar skil­yrði fyr­ir end­ur­greiðslu á kostnaði vegna kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi. Þá ætti að fækka op­in­ber­um nefnd­um.

Spurður hvernig þessi vinna gangi svar­ar Sig­urður:

„Þetta er í gangi.“

Er búið að fækka op­in­ber­um nefnd­um?

„Þetta er í gangi, vinn­an er í gangi,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert