Streymisveitum gert að greiða framlag

Tekið er fram, að streymisveitur sem uppfylla skilyrði um lágmarksfjárfestingu …
Tekið er fram, að streymisveitur sem uppfylla skilyrði um lágmarksfjárfestingu í framleiðslu á íslensku efni verði því undanþegin framlaginu. Ljósmynd/Colourbox

Gert er ráð fyrir að innleiðing á svokölluðu menningarframlagi muni hefjast á árinu 2025 og að það fari að skila Kvikmyndasjóði fjármunum á árinu 2026, en áætlað er að framlagið muni skila sjóðnum 260 milljónum á ári.

Með menningarframlaginu verður lögfest ný skylda á hendur streymisveitum til að greiða fjárframlag, sem rennur til Kvikmyndasjóðs, og nemur að hámarki 5% af áskriftartekjum af starfsemi streymisveitunnar á Íslandi á ársgrundvelli eða skyldu til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 

Tekið er fram, að streymisveitur sem uppfylla skilyrði um lágmarksfjárfestingu í framleiðslu á íslensku efni verði því undanþegin framlaginu. Bent er á að ýmis ríki í Evrópu hafi innleitt svipað fyrirkomulag til þess að efla innlenda menningu og tungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert