„Það er ekki skynsamlegt að fara í niðurskurð“

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir að það sé ekki skyn­sam­legt að fara í niður­skurð, sem myndi valda gíf­ur­legu at­vinnu­leysi.

Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is í kjöl­far kynn­ing­ar á fjár­lög­um fyr­ir árið 2025.

Í fjár­lög­um er gert ráð fyr­ir því að út­gjalda­vöxt­ur verði 4,1% og að halli á rík­is­sjóði muni nema 41 millj­arði króna.

Fengj­um „mass­íft at­vinnu­leysi“ í bakið ef skilað yrði af­gangi

Það er áfram­hald­andi skulda­söfn­un, var ekki hægt að fara í neinn niður­skurð?

„Það er ekki skyn­sam­legt að fara í niður­skurð á tím­um þar sem við erum að aðlaga, og náum að aðlaga hag­kerfið, eft­ir þetta mikla þenslu­tíma­bil. Með um­sögn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og að ein­hverju leyti Seðlabank­ans á því að þetta aðhald sé nóg til að ná fram þess­ari mynd sem ég var að teikna hérna upp, um að á næstu mánuðum fer verðbólga niður og vext­ir vænt­an­lega í fram­hald­inu,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við:

„Þá erum við ein­fald­lega á réttri leið og við náum með þeim hætti að verja kaup­mátt fólks­ins í land­inu, verja at­vinnu þess, sem ég held að sé miklu mik­il­væg­ara held­ur en ein­hver kollsteypa í því að kippa rík­is­sjóði í plús í einu vet­fangi og fá síðan í bakið mass­íft at­vinnu­leysi í kjöl­farið.“

Hefði kallað fram niður­skurð

Í fjár­lög­um var það kynnt að krónu­tölu­hækk­an­ir á gjöld­um myndu hækka um 2,5%, í sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans, í stað þess að hækka í sam­ræmi við verðbólgu.

Hefði það nokkuð kollsteypt hag­kerf­inu að hafa út­gjalda­vöxt­in einnig í sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans?

„Það hefði að sjálf­sögðu þá kallað fram veru­leg­an niður­skurð og fækk­un starfa, sem við erum að leggj­ast gegn,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert