Tvö undir lögaldri handtekin vegna hnífsstungu

Alls voru þrír handteknir.
Alls voru þrír handteknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók þrjá vegna rannsóknar á hnífsstungumáli, þar af voru tveir undir átján ára aldri. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir verkefni hennar frá því klukkan 17 í gær.

Brotaþoli hlaut minniháttar meiðsli en var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar, að því að fram kemur í dagbókinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert