Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Umræðum um ræðuna verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld klukkan 19.40.
Strax að loknum umræðum verður bein útsending úr Alþingishúsinu á RÚV þar sem sérfræðingar fjalla um það sem fram kemur í umræðunum.
Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver, að því er kemur fram í tilkynningu.
Hér má fylgjast með viðburðinum í beinu streymi: