ESA höfðar mál gegn Íslandi

EES-gerðirnar sem enn á eftir að innleiða ná yfir mismunandi …
EES-gerðirnar sem enn á eftir að innleiða ná yfir mismunandi þætti fjármálaþjónustu. Ljósmynd/Colourbox

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa máli gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur ekki innleitt fjórar reglugerðir á sviði fjármálaþjónustu í landsrétt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA, en þar segir að Íslandi bar að innleiða þessar fjórar reglugerðir í landslög fyrir mars 2023.

„Hlutverk ESA er að tryggja að samkeppnisskilyrði í fjármálaþjónustu séu sambærileg á öllu EES-svæðinu. ESA sendi formlegt áminningarbréf hvað varðar reglugerðirnar til Íslands í maí 2023 og rökstutt álit í febrúar 2024, sem var fylgt eftir með óformlegum samskiptum. ESA hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna að reglugerðirnar hafa verið leiddar í landsrétt,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Fram kemur að EES-gerðirnar sem enn á eftir að innleiða ná yfir mismunandi þætti fjármálaþjónustu, þar á meðal áhættustýringarferli, skráningu viðskiptaskrár, stöðustofnunarskyldur og afleiður.

Þá segir að vísun mála til EFTA-dómstólsins sé lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA gegn aðildarríki og að EFTA-dómstóllinn muni nú dæma í málunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert