Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann vopn við húsleit sem embættið fór í síðdegis í gær. Við leit fundust m.a. eggvopn, rafvarnarvopn, skotfæri og hnúajárn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir jafnframt að málið hafi verið afgreitt með skýrslutöku og afsali.
Maður og kona voru handtekin vegna rannsóknar á heimilisofbeldi. Voru þau bæði vistuð í fangageymslu eftir aðhlynningu á bráðamóttöku.
Kona var flutt á bráðamóttöku eftir rafskútuslys.
Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum.