Veitur hafa sótt um og fengið leyfi til framkvæmda í friðlandinu Gróttu. Um er að ræða verkefni sem unnið er fyrir Vegagerðina og snýr að því að bæta rekstraröryggi Gróttuvita.
Endurnýja á raflagnir í eyjunni sem komnar eru til ára sinna. Lagður verður nýr 40 metra jarðstrengur út í Gróttu en gömul loftlína verður í staðinn tekin niður. Loftlínan er norðan við fræðslusetrið í eynni og er heimtaug fyrir Gróttuvita.
Áætlað er að verkið verði unnið í þessum mánuði eða í október. Grafa verður notuð til að leggja strenginn og taka niður tréstaura frá loftlínunni. Umhverfisstofnun segir að verkið muni líklega hafa neikvæð áhrif á náttúrufar og verndargildi til skamms tíma.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.