Mikilvægt að horfast í augu við hrinu ofbeldis

Bjarni fór með ræðuna fyrir skömmu.
Bjarni fór með ræðuna fyrir skömmu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld mik­il­vægt að horf­ast í augu við þá hrinu of­beld­is sem hef­ur gengið yfir að und­an­förnu. 

Hann sagði harm­leiki síðustu vikna snerta allt sam­fé­lagið þannig að flest annað virt­ist vera létt­vægt í sam­an­b­urði. Mik­il­vægt væri að búa við ör­yggi og frið og að fólk geti áhyggju­laust leyft börn­un­um sín­um að fara um og njóta lífs­ins.

„En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lög­boði eða stjórn­valdsákvörðun. Þau kalla á stærra sam­tal um það hvernig við öll sam­an stönd­um vörð um sam­fé­lagið sem við þekkj­um og ætl­um áfram að vera,“ sagði Bjarni í stefnuræðunni.

Hann sagði viss grund­vall­ar­mál jafn­an skipta lands­menn mestu máli.

„Mál­efni fjöl­skyld­unn­ar í víðum skiln­ingi þess orðs, standa hjarta okk­ar næst. Hvernig er að fæðast, lifa, stofna fjöl­skyldu og eld­ast á Íslandi? Við eig­um öll sam­eig­in­legt að vilja ör­yggi, vilja frið og vilj­um skapa okk­ur og framtíðarkyn­slóðum betra líf,“ sagði Bjarni og nefndi að þetta hefði gengið von­um fram­ar á lýðveld­is­tím­an­um.

90 millj­arða skatta­lækk­an­ir

Hann talaði um að kaup­mátt­ur fólks hefði vaxið veru­lega hér­lend­is á meðan hann hefði dreg­ist sam­an í kring­um okk­ur.

„Við höf­um bætt op­in­bera þjón­ustu, tek­ist á við skulda­vanda heim­ila, fjár­fest í innviðum, eflst al­manna­trygg­ing­ar, aukið mikið hvata til ný­sköp­un­ar og stór­lækkað skatta - skatta­lækk­an­ir frá 2013 nema hátt í 90 millj­örðum króna á árs­grund­velli,“ sagði hann og talaði í fram­hald­inu um að verðbólga væri markvert að minnka. Tryggja þyrfti að sú þróun héldi áfram og að agaðri hag­stjórn yrði beitt.

Fólk á gangi um Laugaveginn.
Fólk á gangi um Lauga­veg­inn. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Seg­ir rík­is­fjár­mál­in styðja við pen­inga­stefn­una

Fjár­laga­frum­varp kom­andi árs var kynnt í gær af Sig­urði Inga Jó­hanns­syni fjár­málaráðherra. For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokka hafa síðan gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina fyr­ir að gera ekki meira til að stemma stigu við verðbólgu, sem nú mæl­ist 6%. Bjarni ít­rekaði í stefnuræðu sinni fyrri um­mæli sín um að rík­is­fjár­mál­in hjálpi til við að halda aft­ur af verðbólgu.

„Und­an­farið hef­ur ríkið stutt við Seðlabank­ann með aðhaldi, líkt og bank­inn sjálf­ur og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hafa bent á. Útgjöld rík­is­sjóðs vaxa hæg­ar en al­mennt í sam­fé­lag­inu og af­kom­an er að batna hröðum skref­um,“ greindi for­sæt­is­ráðherra frá í stefnuræðu sinni.

Hann sagði að rík­is­stjórn­in væri með 29 millj­arða króna aðhaldsaðgerðir í fjár­laga­frum­varpi næsta árs.

Hann nefndi að með styrkri efna­hags­stjórn væri raun­hæft að af­gang­ur verði á rík­is­sjóði strax á næsta ári þótt op­in­ber­ar áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir halla.

Landa­mær­in styrkt

Í ræðu sinni minnt­ist Bjarni einnig á að landa­mær­in hefðu verið styrkt og að tíma­móta­breyt­ing­ar hefðu verið gerðar á út­lend­inga­lög­um.

Um­sókn­ir um alþjóðlega vernd væru meira en 50% færri en á sama tíma í fyrra og að fjöldi brott­fluttra hefði sex­fald­ast miðað við árið 2022. Áþreif­an­leg­ur ár­ang­ur hefði náðst.

Bjarni sagði að í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2025 væri boðað áfram­hald­andi aðhald en einnig styrk­ari innviðir sam­fé­lags­ins. Sömu­leiðis nefndi hann að ráðamenn hefðu tæki­færi til að sam­mæl­ast um skyn­sam­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Þar þyrfti að horfa til kafla um for­seta Íslands, Alþingi og dóm­stóla, auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjör­dæma­skip­an og jöfn­un at­kvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka