Þórunn fagnaði 105 ára afmæli

Þórunn er næstelst núlifandi Íslendinga.
Þórunn er næstelst núlifandi Íslendinga.

Þór­unn Bald­urs­dótt­ir frá Þúfna­völl­um í Hörgár­dal varð 105 ára göm­ul á mánu­dag­inn og fagnaði tíma­mót­un­um með nán­ustu fjöl­skyldu. Þór­unn er nú næ­stelsti núlif­andi Íslend­ing­ur­inn. Þór­unn sagði í spjalli við Morg­un­blaðið fyr­ir ári að hún hafi ekki stefnt að því að ná 100 ára aldri en sé þakk­lát. Þess má til gam­ans geta að eitt barna­barna henn­ar, Ómar Sig­ur­sveins­son, átti einnig af­mæli á mánu­dag­inn.

Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir er elst en hún er 106 ára. Þór­hild­ur á af­mæli 22. des­em­ber og er því á 107. ári. Jón­inna Mar­grét Páls­dótt­ir er þriðji elsti núlif­andi Íslend­ing­ur­inn en hún er 104 ára síðan í mars.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert