Þórunn fagnaði 105 ára afmæli

Þórunn er næstelst núlifandi Íslendinga.
Þórunn er næstelst núlifandi Íslendinga.

Þórunn Baldursdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgárdal varð 105 ára gömul á mánudaginn og fagnaði tímamótunum með nánustu fjölskyldu. Þórunn er nú næstelsti núlifandi Íslendingurinn. Þórunn sagði í spjalli við Morgunblaðið fyrir ári að hún hafi ekki stefnt að því að ná 100 ára aldri en sé þakklát. Þess má til gamans geta að eitt barnabarna hennar, Ómar Sigursveinsson, átti einnig afmæli á mánudaginn.

Þórhildur Magnúsdóttir er elst en hún er 106 ára. Þórhildur á afmæli 22. desember og er því á 107. ári. Jóninna Margrét Pálsdóttir er þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn en hún er 104 ára síðan í mars.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka