Verslunarmiðstöð Icewear stækkar

Ágúst tók fyrstu skóflustunguna í gær sem markar upphaf þeirrar …
Ágúst tók fyrstu skóflustunguna í gær sem markar upphaf þeirrar miklu stækkunar sem mun nú hefjast á verslunarmiðstöðinni. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Tilfinningin er stórkostleg. Þetta er bara spennandi og gaman að vera að bæta þjónustuna,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi Icewear um framkvæmdir sem nú eru hafnar við verslunarmiðstöðina í Vík í Mýrdal.

Ágúst tók fyrstu skóflustunguna og markaði um leið upphaf framkvæmda sem fela í sér þúsund fermetra stækkun á húsnæði Icewear og þrjú þúsund fermetra stækkun á bílastæðinu sem er við verslunarmiðstöðina. Segir Ágúst að þar verði settar upp átta rafhleðslustöðvar.

Svona er áætlað að verslunarmiðstöðin komi til með að líta …
Svona er áætlað að verslunarmiðstöðin komi til með að líta út þegar framkvæmdum lýkur. Tölvuteikning/Icewear

Þörf á stækkun

Matvörubúðin í verslunarmiðstöðinni verði einnig stækkuð.

Þá nefnir hann að verið sé að reisa aðra hæð í verslunarmiðstöðinni og þar muni brugghúsið Smiðjan opna veitingastað.

„Þar verða svalir þar sem þú horfir út á drangana. Það er eiginlega verið að setja punktinn yfir i-ið,“ segir Ágúst og nefnir jafnframt að verið sé að fullnýta byggingarlandið. Einhverjir fermetrar séu þó eftir og á hann von á að þeir verði einnig nýttir.

Aðspurður segir Ágúst að vissulega hafi verið þörf á stækkuninni.

„Þetta var eiginlega orðið sprungið, bæði matvörubúðin og bílastæðin, og ákveðið í framhaldi af því að bæta þarna við veitingastað á efri hæðinni.“

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert