Virða ekki verndaráætlun

Ráðgert er að ný landfylling verði gerð við hlið þeirrar …
Ráðgert er að ný landfylling verði gerð við hlið þeirrar fyrri í Klettagörðum.

Minjastofnun Íslands lýsir mikilli óánægju með áform um stækkun landfyllingar í Klettagörðum og breytingar á svokölluðu Klettasvæði.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að um eitt hundrað athugasemdir bárust í skipulagsgátt vegna tillögu um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin felur í sér að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á landfyllingu Klettagarða.

Fjölmargir íbúar á svæðinu lýstu óánægju með að hrófla eigi við ósnortinni náttúru í fjörunni og skerða útsýni til Viðeyjar.

Merkilegt menningarlandslag

Í umsögn sinni segir Minjastofnun Íslands að nauðsynlegt sé að vekja athygli á því að fyrir Laugarnes sé í gildi verndaráætlun sem bæði borgarráð og borgarstjóri Reykjavíkurborgar staðfestu 25. ágúst 2016. Þar segi meðal annars að náttúrufarið á Laugarnesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt sé að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. „Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík,“ segir í verndaráætluninni frá 2016.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka