Andlát: Sigurður Helgi Guðjónsson

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson er látinn, 71 árs að aldri. …
Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson er látinn, 71 árs að aldri. Hann var lengi í forsvari fyrir Húseigendafélagið og sinnti lögmennsku til fjölda ára.

Sig­urður Helgi Þor­steins Guðjóns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og fv. formaður Hús­eig­enda­fé­lags­ins, lést 5. sept­em­ber sl., 71 árs að aldri.

Sig­urður fædd­ist í Reykja­vík 24. mars 1953. For­eldr­ar hans voru þau Laura Risten Friðjóns­dótt­ir Döving, hús­móðir, og Guðjón Breiðfjörð Jóns­son, bif­véla­virki. Fóst­ur­for­eldr­ar Sig­urðar voru móður­for­eldr­ar hans, þau Ber­it Gun­hild Risten, sem var Sami frá Tana í N-Nor­egi, og Friðjón Sig­urðsson.

Sig­urður Helgi lauk mennta­skóla­prófi frá MT 1974 og lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1979. Hann hlaut héraðsdóms­lög­manns­rétt­indi 1980 og hæsta­rétt­ar­lög­manns­rétt­indi 1986.

Sig­urður var frá upp­hafi starfs­fer­ils síns samof­inn Hús­eig­enda­fé­lag­inu. Hann var lög­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri þess frá 1977-1985 og aft­ur frá 1992-2024. Jafn­framt var hann formaður fé­lags­ins frá ár­inu 1995.

Sam­hliða störf­um sín­um hjá Hús­eig­enda­fé­lag­inu gegndi Sig­urður embætti dóm­ar­a­full­trúa hjá yf­ir­borg­ar­dóm­ar­an­um í Reykja­vík árin 1983-1985 en sinnti eft­ir það mála­rekstri frá ár­inu 1985-1992 í fé­lagi við Ragn­ar Aðal­steins­son, Viðar Má Matth­ías­son, Tryggva Gunn­ars­son og Ot­h­ar Örn Peter­sen.

Í kjöl­farið hóf Sig­urður störf að nýju hjá Hús­eig­enda­fé­lag­inu sem fram­kvæmda­stjóri og lög­fræðing­ur þess, og tók jafn­framt við sem formaður þess árið 1995. Hann starfaði frá þeim tíma óslitið hjá fé­lag­inu til síðastliðins vors 2024.

Sig­urður samdi frum­varp til nýrra laga um fjöleign­ar­hús sem lög­fest voru árið 1994, sem og frum­varp til húsa­leigu­laga sem einnig voru lög­fest sama ár. Þá vann hann sem ráðgjafi við samn­ingu frum­varps til laga um fast­eigna­kaup.

„Óhætt er að segja að laga­setn­ing á þess­um sviðum hafi tek­ist með ein­dæm­um vel. Fjöleign­ar­húsa­lög­gjöf­in fól í sér mikl­ar rétt­ar­bæt­ur fyr­ir fast­eigna­eig­end­ur og húsa­leigu­lög­in tryggðu leigj­end­um góða rétt­ar­stöðu og -ör­yggi án þess þó að hags­mun­ir leigu­sala væru fyr­ir borð born­ir,“ seg­ir í minn­ing­ar­orðum Hús­eig­enda­fé­lags­ins.

Sig­urður Helgi sat jafn­framt í jafn­rétt­is­ráði frá 1982-1992 og kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála frá 1992-1995, ásamt samn­inga­nefnd lög­fræðinga í rík­isþjón­ustu, svo og í stjórn Lög­fræðinga­fé­lags Íslands og kjara­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands, ásamt því að sinna kennslu við laga­deild Há­skóla Íslands.

Auk þess var hann mik­ill hunda­vin­ur og barðist með oddi og egg fyr­ir hags­muni þeirra fer­fættu.  Þannig kom hann að samn­ingu ým­issa reglna og laga sem snertu hunda­hald í Reykja­vík og hér á landi og sat um tíma í siðanefnd Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands.
Þá stofnaði Sig­urður Sa­mís, vináttu­fé­lag Sama og Íslend­inga, ásamt Ein­ari Braga skáldi árið 2003.

Eig­in­kona Sig­urðar Helga var Her­dís Pét­urs­dótt­ir, f. 2. nóv­em­ber 1950, d. 18. ág­úst 2012. Eft­ir­lif­andi unn­usta er Mari­lyn Her­dís Mellk. Sig­urður læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn, Helgu Pálínu, f. 1973; Friðjón, f. 1978; Bjarna Magnús, f. 1981 og Gunn­hildi Ber­it, f. 1985. Einnig barna­börn­in Ronju Björk (2006), Víg­stein Frosta (2007), Örlyg Skjöld (2011), Dag Jó­hann (2011), Benja­mín Kára (2016), Her­dísi Sól­eyju (2021) og Breka Hrafn­tý (2023).

Jarðarför Sig­urðar Helga verður gerð frá Hall­gríms­kirkju miðviku­dag­inn 18. sept­em­ber næst­kom­andi kl. 13.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka