Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli rétt fyrir klukkan sex síðdegis þar sem ökumaður keyrði niður varnarslá á Miklubraut. Engin slys urðu á fólki eða tjón á bílum.
Þetta segir Lúðvík Kristinsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Sláin er yfir fjóra metra að hæð og er ætluð til að vara ökumenn stórra ökutækja við göngu- og hjólabrúnni yfir Miklubraut.
Tekin var skýrsla af ökumanninum á vettvangi og er málið til skoðunar.