Sakar eigandann um ítrekuð brot

Frá mótmælunum í kvöld.
Frá mótmælunum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við förum þessa leið vegna þess að þrátt fyrir að launaþjófnaður sé stórt vandamál í lífi vinnandi fólks, sérstaklega þeirra sem vinna á veitingastöðum, þá er það svo að stjórnmálastéttin, ríkisstjórnin og Samtök atvinnulífsins hafa ekki sýnt neinn áhuga á því að gera launaþjófnað refsiverðan og við viljum vekja athygli allra á hversu stórkostlegt þetta vandamál er.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is um mótmælin sem boðað var til fyrir utan veitingahúsið Ítalíu á Frakkastíg í kvöld.

Einhverjir þeirra sem leitað hafa til Eflingar vegna meintra brota …
Einhverjir þeirra sem leitað hafa til Eflingar vegna meintra brota starfa enn hjá Elvari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjófnaður yfir milljón

Boðað var til mótmælanna vegna „ítrekaðra brota veitingamannsins Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki veitingastaðarins“, að því er segir í tilkynningu frá Eflingu.

Tekið er fram að um 40 félagsmenn hafi leitað til stéttarfélagsins vegna kjarasamningsbrota og launaþjófnaðar á veitingahúsum Elvars.

Í einhverjum tilfellum er um að ræða þjófnað yfir milljón króna, að sögn Sólveigar.

Mótmælendur fyrir utan veitingastaðinn.
Mótmælendur fyrir utan veitingastaðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einhverjir starfa enn hjá Elvari

Hún segir að stéttarfélagið hafi sent út kröfur af hálfu félagsmanna sinna til Elvars en að þær hafi ekki verið greiddar. Elstu málin ná aftur til ársins 2022.

Einhverjir þeirra sem leitað hafa til Eflingar vegna meintra brota starfa enn hjá Elvari.

„Eitt af þeim trixum sem hann notar er að greiða litlar summur í einu til þess að halda fólki hjá sér. Það er enginn útborgunardagur, launaseðlar eða neitt,“ segir Sólveig.

 

 

 

 

 

Veitingahúsin Geitin og Ítalía eru í eigu Elvars.
Veitingahúsin Geitin og Ítalía eru í eigu Elvars. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert