Skrefi nær sameiningu: Óljóst með Suðurnesjabæ

Óformlegar sameiningaviðræður hafa staðið yfir á milli Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og …
Óformlegar sameiningaviðræður hafa staðið yfir á milli Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélagið Vogar samþykkti í gær að vísa tillögu um að hefja formlegar sameiningarviðræður við Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ, annað hvort eða bæði, til síðari umræðu. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar einnig gert hið sama. Ekki er ljóst hvað Suðurnesjabær mun gera.

Ef sveitarfélögin samþykkja tillöguna eftir síðari umræðu þá hefjast formlegar samningaviðræður sem enda með kosningum. Suðurnesjabær á þó eftir samþykkja að vísa tillögunni í síðari umræðu.

Í febrúar 2024 samþykktu sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Voga, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar að skipa verkefnishóp til að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt er að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

Gætu haldið áfram án Suðurnesjabæjar

Ef Suðurnesjabær myndi ekki gera það þá er tillagan sem Reykjanesbær og Vogar samþykktu þó þannig orðuð að Reykjanesbær og Vogar gætu haldið viðræðum áfram þó að Suðurnesjabær myndi draga sig í hlé.

„Að mati verkefnisstjórnar er forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs,“ segir í tilkynningu Sveitarfélagsins Voga.

Jafnframt telur verkefnisstjórn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert