Stefán E. Stefánsson
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja tillögur til lagabreytinga fyrir þingið á komandi hausti sem miða að því að auka gjaldtöku á sjávarútveginn.
Tillögurnar eru sagðar byggja á verkefninu Auðlindin okkar sem þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fylgdi úr hlaði á sínum tíma. Tillögurnar eru umdeildar og hafa forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verið gagnrýnir á málið.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mætir í Spursmál og verður meðal annars spurð hvert sé rétt afgjald fyrir sjávarauðlindina hringinn í kringum landið.
Í fréttir vikunnar mæta þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður fyrir Viðreisn, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, til leiks.
Þar verður meðal annars farið yfir þingsetninguna sem fram fór í vikunni, stefnuræðu forseta og mótmæli sem samtök launafólks boðaði til á miðvikudag á Austurvelli.
Allt þetta í Spursmálum á morgun kl. 14 á mbl.is.