Stofnuðu styrktarsjóð í nafni Violetu

Sjóðnum er ætlað að styrkja efnaminni fjölskyldur á Vopnafirði til …
Sjóðnum er ætlað að styrkja efnaminni fjölskyldur á Vopnafirði til að tryggja að börn þeirra geti tekið þátt í íþróttum.

Ungmennafélagið Einherji á Vopnafirði hefur komið á fót styrktarsjóði í nafni moldóvsku knattspyrnukonunnar Violetu Mitul, sem fórst af slysförum fyrir ári.

Þetta kemur fram á vef Austurfréttar.

Violeta lést af slysförum í september í fyrra. Hún var 26 ára að aldri og fædd í Moldóvu. Hún var leikmaður meistaraflokks Einherja á Vopnafirði og var ein af bestu landsliðskonum Moldóvu.

Tryggja að börn geti tekið þátt í íþróttum

Í frétt Austurfréttar kemur fram að stuðningsmenn Einherja hafi að undanförnu gefið stofnframlag í sjóðinn, sem ætlað er að styrkja efnaminni fjölskyldur á Vopnafirði til að tryggja að börn þeirra geti tekið þátt í íþróttum.

Í síðustu viku var haldin minningarathöfn á Vopnafirði í tilefni þess að ár var liðið síðan Violeta Mitul lést af slysförum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert