Strætó fær 188 milljónir í viðbót

Tillagan er flutt með fyrirvara um að aðrir eigendur félagsins …
Tillagan er flutt með fyrirvara um að aðrir eigendur félagsins leggi fram viðbótarfjármagn í samræmi við eigendahlutfall sitt til jafns við Reykjavíkurborg. mbl.is/Árni Sæberg

Einar Þorsteinsson borgarstjóri hefur flutt tillögu í borgarráði um aukið rekstrarframlag til Strætó vegna hækkunar kostnaðar fyrir aðkeyptan akstur.

Kostnaður umfram áður samþykkta fjárhagsáætlun Strætó á árinu 2024 er áætlaður um 188 milljónir króna og er hlutur Reykjavíkurborgar 62% eða 116 milljónir.

Tillagan er flutt með fyrirvara um að aðrir eigendur félagsins leggi fram viðbótarfjármagn í samræmi við eigendahlutfall sitt til jafns við Reykjavíkurborg. Tillögunni var vísað til afgreiðslu borgarstjórnar.

Fyrr á þessu ári samþykkti stjórn Strætó að ganga til samninga við Almenningsvagna-Kynnisferðir ehf. og Hagvagna ehf. að loknu útboði á hluta leiða. Þessi tvö fyrirtæki tóku þátt í því. Fram kemur í umsögn sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringasviðs Reykjavíkurborgar að í erindi Strætó bs., dags. 8. ágúst 2024, er þess farið á leit að eigendur, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, samþykki viðbótarframlag vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert