Tekinn á 107 km hraða á 50 km götu

Í ljós kom að ökumaðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum.
Í ljós kom að ökumaðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann sem gripinn hafði verið við akstur á 107 km/klst.

Hámarkshraðinn á viðkomandi götu er 50 km/klst.

Í ljós kom að ökumaðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Grunaður um sölu efna

Þá var annar stöðvaður við akstur þar sem lögregla hugðist kanna ástand hans og réttindi til aksturs.

Í ljós kom að viðkomandi var undir áhrifum ávana- og fíkniefna ásamt því að vera grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna, auk annarra umferðarlagabrota.

Maðurinn var vistaður í fangageymslu og þess beðið að hægt sé að ræða við hann vegna málsins.

Alls gista fjórir fangageymslu lögreglu eftir atburði næturinnar, að hennar sögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert