Telur niðurstöðuna órökrétta

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að niðurstaða dómsmálaráðherra um að veita ekki Helga Magnúsi vararíkissaksóknara tímabundið leyfi frá störfum sé órökrétt.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar við fyrirspurn fréttastofu ríkisútvarpsins

Ró­bert Spanó, lögmaður, laga­pró­fess­or og fyrrverandi for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, sagði fyrr í dag, í aðsendri grein á vísi, að rök dómsmálaráðherra fyrir að hafna beiðni ríkissaksóknara um að leysa Helga Magnús Gunn­ars­son rík­is­sak­sókn­ara frá störf­um hefðu ekki lagalega stöð.

Nefnd sérfræðinga hefði metið málið

Sigríður kveðst geta tekið undir röksemdir og ályktanir Róberts.

Þá nefnir hún einnig að mál Helga Magnúsar hefði verið rannsakað af nefnd sérfræðinga, ef ákvörðun hefði verið tekin um að vísa honum tímabundið frá störfum.

Sú nefnd hefði svo upplýst hvort rétt hefði verið að leysa Helga frá störfum eða láta hann taka aftur við sem vararíkissaksóknari.

Segir Sigríður að það vandaða ferli hafi aldrei farið af stað vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert