Þjófnaður og innbrot í Hafnarfirði

Stolið var úr matvöruverslunum í Garðabæ og Hafnarfirði.
Stolið var úr matvöruverslunum í Garðabæ og Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um mann sem braust inn og stal verkfærum í Hafnarfirði, í póstnúmeri 221.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem málið er sagt til rannsóknar. 

Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í tveimur matvöruverslunum. Annað málið kom upp í póstnúmeri 220 í Hafnarfirði og hitt í Garðabæ í póstnúmeri 210. Málin voru bæði afgreidd með vettvangsskýrslu. 

Lögreglustöð 1, sem sinnir verkefnum í miðbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi, stöðvaði mann sem ók bifreið gegn rauðu ljósi. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert